• Nemendur Landgræðsluskóla GRÓ ásamt forseta. Ljósmynd: Forsetaembættið / Una Sighvatsdóttir.
  • Nemendur og starfslið Landgræðsluskóla GRÓ ásamt forseta. Ljósmynd: Forsetaembættið / Una Sighvatsdóttir.
Fréttir | 01. júlí 2024

Landgræðsluskóli GRÓ

Forseti tekur á móti nemendum og starfsliði Landgræðsluskóla GRÓ, Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Nemarnir eru starfandi sérfræðingar á sviði landgræðslu í sínum heimalöndum, og koma frá Mið-Asíu og Afríku. Þau hafa dvalist hér í hálft ár og kynnt sér þekkingu og aðgerðir á sviði landgræðslu hér á landi, meðal annars endurheimt votlendis líkt og unnið hefur verið að á Bessastöðum á þessari öld. Forseti hefur tekið árlega á móti hópnum frá GRÓ í sinni forsetatíð. Að þessu sinni koma nemendurnir frá Ghana, Kenýa, Kyrgistan, Lesótó, Malaví, Mongólíu, Nígeríu, Úganda og Úsbekistan.

Landgræðsluskólinn vinnur að stofnanauppbygginu á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar. Starfsemin er fjármögnuð af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. GRÓ starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er fyrsta þverfaglega miðstöðin sem það gerir. Einnig eru starfandi á vegum GRÓ Jafnréttisskóli, Jarðhitaskóli og Sjávarútvegsskóli.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar