Fréttir | 02. júlí 2024

Vorferð Dynks

Forseti tekur á móti félögum í Lionsklúbbnum Dynk í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og mökum þeirra. Með þeim hætti var lokið vorferð klúbbsmanna og maka sem lagt var í undir lok maí. Kantur á Rangárvallavegi gaf sig þá þannig að langferðabifreið Dynksliða valt út af og slösuðust allnokkrir farþegar. Forseti tók á móti gestunum, gekk um Bessastaðastofu og fór yfir sögu staðarins og þeirra sem þar hafa setið frá upphafi til okkar daga. Einnig þakkaði forseti Lionsmönnum þeirra framlag til góðgerðar- og velferðarmála í heimabyggð.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar