Fréttir | 11. júlí 2024

Nýr Landspítali

Forsetahjón heimsækja framkvæmdasvæði Nýs Landspítala ohf og kynna sér þá starfsemi sem rísa mun við Hringbraut í Reykjavík, samkvæmt lögum nr. 64/2010 um byggingu nýs landspítala. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, tók á móti gestunum ásamt stjórn félagsins og Ásgeiri Margeirssyni, formanni stýrihóps heilbrigðisráðuneytisins um skipulag framkvæmda á Landspítala.

Forsetahjón fengu kynningu á þeim verkefnum sem Nýr Landspítali stendur að á ýmsum starfssvæðum, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Að kynningu lokinni gengu forsetahjónin um framkvæmdasvæðið undir leiðsögn stjórnenda framkvæmdasviðs NLSH.

Stefnt er að því að framkvæmdum við öll húsin verði lokið á þessum áratug.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar