• Forsetahjón og þrír af fimm Ólympíuförum Íslands, ásamt forsvarsmönnum ÍSÍ og sendiherra Frakklands.
  • Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, tilkynninr hverjir verði fánaberar Íslands á Ólympíuleikunum.
  • Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, færir forsetahjónum að gjöf treyju og húfu merkta íslenska Ólympíuliðinu.
  • Hákon Þór Svavarsson, Ólympíufari og fánaberi Íslands, ásamt forsetahjónum og Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ.
  • Forsetahjón í búningi íslenska Ólympíuliðsins.
Fréttir | 11. júlí 2024

Ólympíufarar kvaddir

Forsetahjón taka á móti keppendum í Ólympíuliði Íslands, fylgdarliði, fararstjórn og fulltrúum frá Íþrótta-og ólympíusambandi Ísands á Bessastöðum.

Lokahópur Ólympíufara var kynntur fyrr í vikunni en fimm munu keppa fyrir Íslands hönd á Sumarólympíuleikunum 2024. Það eru þau Erna Sóley Grímsdóttir, keppandi í kúluvarpi, Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssuskotfimi, Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 metra bringusundi, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 metra skriðsundi, og Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut.

Forsetahjón óskuðu Ólympíuförunum velfarnaðar áður en hópurinn heldur til Frakklands, en Ólympíuleikarnir verða settir í París þann 26. júlí. Þá kynnti Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, fánabera Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna.

Fánaberar Íslands verða þau Guðlaug Edda Hannesdóttir sem keppir í þríþraut og Hákon Þór Svavarsson sem keppir í haglabyssuskotfimi. Þau eru bæði að keppa í fyrsta sinn á Ólympíuleikum og fá þennan heiður samhliða frumraun sinni. Jafnframt verður þetta í fyrsta sinn sem keppendur í skotíþróttum og þríþraut eru fánaberar Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar