Fréttir | 24. júlí 2024

Reykholt í Borgarfirði

Forseti tekur á móti starfsliði Snorrastofu í Reykholti í Borgarfirði. Á þeim sögufræga stað er menningar- og miðaldasetur sem fjöldi ferðalanga og fræðafólks heimsækir ár hvert. Þar er einnig gestaíbúð og gott bókasafn. Í embættistíð sinni hefur forseti endrum og sinnum haldið í Reykholt til ræðuskrifa og annarra verkefna sem tengjast störfum hans. Forseti þakkaði Bergi Þorgeirssyni forstöðumanni og öllu starfsliði Snorrastofu gestrisni og góðvild í áranna rás.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar