• Viðtal við forseta í tímariti Norræna félagsins í Osló.
Fréttir | 10. sep. 2024

Norrænt samstarf

Forseti ræðir við norræna félagið í Osló í Noregi í viðtali við tímarit félagsins, Norden. Fyrirsögn viðtalsins er „Norden kan vise verden hva som er mulig" og ræðir forseti þar meðal annars um hve Norðurlöndin hafi sterka rödd í sameiningu á heimsvísu og geti verið öðrum vegvísir. „Við verðum að nota sköpunargleðina til að finna lausnir í heimi sem þarf sannarlega á þeim að halda. Ég myndi gjarnan vilja sjá Norðurlöndin sem uppsprettu lausna, að þau sýni hvað er mögulegt að gera í heimi þar sem stundum virðist offramboð af hinu ómögulega," segir í viðtalinu.

Þá er rætt um fyrri störf forseta sem og markmið hennar í embætti, áherslu hennar á velferð ungs fólks, norræn tungumál og fleira. Viðtalið má lesa hér.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar