Forseti á fund með Sunnu Furstenau framkvæmdastjóra Icelandic Roots ásamt Becky Byerly-Adams kynningarfulltrúa samtakanna. Icelandic Roots er sjálfseignarstofnun sem tileinkuð er varðveislu íslenskrar ættfræði og menningarfleifðar, bæði í Norður-Ameríku og víðar um heim. Icelandic Roots er rekið af tugum sjálfboðaliða sem leitast við að kynna sögu Íslands með fyrirlestrum og bókaútgáfu, með fræðsludagskrám, á samfélagsmiðlum og víðar og aðstoða þannig fólk með íslenskan bakgrunn að læra meira um uppruna sinn og íslenska fjölskyldusögu.
Fréttir
|
11. sep. 2024
Íslenskar rætur
Aðrar fréttir
Fréttir
|
14. jan. 2025
Stóriðjuskólinn
Forseti flytur ávarp við útskriftarathöfn framhaldsnema.
Lesa frétt
Fréttir
|
11. jan. 2025
Klúbbur matreiðslumeistara
Forsetahjón eru heiðursgestir á hátíðarkvöldverði.
Lesa frétt