Fréttir | 03. okt. 2024

Minningartónleikar Bryndísar Klöru

Forseti flytur ávarp á tónleikum sem haldnir eru til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem haldnir eru í Háskólabíói í Reykjavík. Bryndís Klara lést í kjölfar hnífaárásar á Menningarnótt í Reykjavík.

Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands stóð fyrir tónleikunum en Bryndís Klara var nemandi við skólann. Allur ágóði tónleikanna rann í minningarsjóð Bryndísar Klöru sem stofnaður var í september með það að markmiði að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi, með áherslu á fræðslu, rannsóknir og vitundarvakningu. Forseti er verndari sjóðsins.

Fjöldi listamanna kom fram á tónleikunum og gaf vinnu sína í þágu málstaðarins. Þar á meðal voru Aron Can, Bubbi Morthens, Friðrik Dór, GDRN og Páll Óskar. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir var kynnir kvöldsins og forseti flutti ávarp þar sem hún þakkaði nemendum Verzlunarskólans fyrir frumkvæðið og talaði fyrir því að brugðist verði við ákalli aðstandenda Bryndísar Klöru Birgisdóttur um að heiðra minningu hennar með því að gera kærleikann að eina vopninu í íslensku samfélagi. Sjá einnig: Riddarar kærleikans.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar