• Forseti fundar með formönnum flokka sem eiga sæti á Alþingi.
  • Forseti fundar með Kristrúnu Frostadóttir, formanni Samfylkingarinnar.
  • Forseti fundar með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, formanni Viðreisnar.
  • Forseti fundar með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins.
  • Forseti fundar með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins.
  • Forseti fundar með Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir, formanni þingflokks Pírata.
  • Forseti fundar með Sigurði Inga Jóhannssynu, fjármála- og efnahagsráðherra og formanni Framsóknarflokksins.
Fréttir | 14. okt. 2024

Fundir með formönnum

Forseti á fundi með formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Á fundunum var rædd tillaga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, um þingrof og kosningar í lok nóvember. Forsætisráðherra lagði þá tillögu fyrir forseta á fundi á Bessastöðum í morgun. Í kjölfarið boðaði forseti formenn flokka í stjórnarandstöðu til funda á skrifstofu sinni að Staðastað. Að þeim fundum loknum ræddi hún aftur við formenn hinna stjórnmálaflokkanna sem aðild eiga að ríkisstjórn, Framsóknarflokks og Vinstri-grænna, en áður hafði hún rætt við þau á sunnudagskvöld eftir að forsætisráðherra upplýsti um ákvörðun sína.

Forseti hyggst nú leggja mat á stöðu mála áður en hún tekur afstöðu til tillögu forsætisráðherra og mun hún gera grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni.

Sjá einnig: Tillaga um þingrof

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar