Forsetahjón taka á móti Neyðarkallinum 2024 og marka þannig upphaf árlegrar fjáröflunar Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í ár er Neyðarkallinn hamfarasérfræðingur, með vísan til þeirra fjölmörgu hamfara sem björgunarsveitir Landsbjargar hafa þurft að bregðast við á undanförnum árum og minna á að við búum í harðbýlu landi.
Átakið hófst fyrst árið 2006 og er því um að ræða 19. skipti sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að styðja starf þeirra með því að kaupa Neyðarkall. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið.
Sala á Neyðarkalli fer fram dagana 30. október til 3. nóvember 2024 og er hægt að nálgast Neyðarkall hjá sjálfboðaliðum Landsbjargar í helstu verslunarkjörnum sveitarfélaga um allt land.
Pistill forseta: Hamfarasérfræðingurinn.