Fréttir | 30. okt. 2024

Sviatlana Tsikhanouskaya

Forseti á fund með Sviatlönu Tsikhanouskayu, leiðtoga lýðræðishreyfingarinnar í Belarús, á skrifstofu forseta við Staðastað í Reykjavík. Tsikhanouskaya er sérstakur gestur Norðurlandaráðsþings 2024 sem fram fer á Íslandi. Hún var ræðumaður á þinginu í dag og ræddi meðal annars um mikilvægi stuðnings norrænu landanna fyrir lýðræðisstarfið í Belarús.

Á fundinum með forseta var rætt um framtíðarhorfur Belarús, þróun mála og stöðu mannréttinda þar í landi frá því Aleksander Lúkasjenkó var lýstur sigurvegari í forsetakosningum þar árið 2020. Tsikhanouskaya hefur allar götur síðan leitt lýðræðishreyfinguna úr útlegð í Litháen og hafa Norðurlöndun og Eystrasaltsríkin stutt kröfu lýðræðishreyfingarinnar um óháðar kosningar.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar