Fréttir | 31. okt. 2024

Sigurlið Íslands í hópfimleikum

Forsetahjón taka á móti sigurliðum Íslands á Evrópumóti í hópfimleikum 2024. Mótið fór fram í Bakú í Aserbaídsjan. Íslenska kvennalandsliðið vann þar Evrópumeistaratitilinn í fjórða sinn, en liðið vann áður árin 2010, 2012 og 2021.

Íslenska ungmennaliðið í blönduðum flokki varð Evrópumeistari á mótinu og ungmennalið kvenna varð í þriðja sæti. Drengjalið Íslands varð í 4. sæti og missti naumlega af verðlaunum.

Forseti bauð sigurliðunum til móttöku á Bessastöðum, ásamt þjálfurum, fararstjórum og forsvarsmönnum Fimleikasambands Íslands. Forsetahjón óskuðu þar íþróttafólki til hamingju og þökkuðu þeim fyrir glæstan árangur fyrir Íslands hönd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar