• Forseti fundar með fulltrúum félagasamtaka á skrifstofu forseta að Staðastað. Ljósmynd: Skrifstofa forseta Íslands/Una Sighvatsdóttir
Fréttir | 14. nóv. 2024

Hvalavinir

Forseti á fund með fulltrúum félagasamtaka um umhverfis- og dýravernd sem tekið hafa höndum saman um að beita sér gegn áframhaldi hvalveiða við Íslandsstrendur. Samtökin hafa í sameiningu mótmælt því að ákvörðun um útgáfu hvalveiðileyfis verði tekin í tíð tímabundinnar starfsstjórnar. Fulltrúar þeirra kynntu forseta sjónarmið sín um verndun hvalastofna og vísuðu meðal annars til dýravelferðar, umhverfissjónarmiða, áhrifa á íslenska ferðaþjónustu og nýlegra skoðanakannana um aukna andstöðu almennings við hvalveiðar.

Rætt var um stjórnsýsluhætti, þjóðarrétt og Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Þá var rætt um leiðir til að efla samtalið milli almennings og félagasamtaka við stjórnvöld og atvinnulífið í stefnumarkandi málum.

Íslensku samtökin sem um ræðir eru Hvalavinir, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Samtök grænkera á Íslandi, Samtök um dýravelferð á Íslandi og Ungir umhverfissinnar. Fundinn sátu einnig fulltrúar alþjóðlegu samtakana Humane Society Internationald og Last Whaling Station.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar