Forseti heimsækir Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Þar hafa nemendur og starfsfólk tekið hvatningu forseta um að gerast riddarar kærleikans og buðu þau forseta í heimsókn til að kynna henni skólann og afrakstur af þematengdri vinnu í nafni riddara kærleikans.
Nemendur í 3. bekk tóku á móti forseta við innganginn með íslenskum fánum og þaðan leiddu skólastjórnendur og fulltrúar nemenda í 10. bekk forseta um skólann. Litið var inn í stofur yngri bekkja og námsver, þar sem þar sem unnið er að settum markmiðum hvers og eins með aðstoð kennara. Þá var forseta boðið til fundar við nemendur á sal skólans. Forseti settist þar í pallborð og svaraði spurningum barnanna. Þar hvatti hún forseta til að gæta vel að orðum sínum í samskiptum hvert við annað, ekki síst á samfélagsmiðlum. Aðspurð hvaða ráð hún gæfi metnaðarfullum börnum til framtíðar svaraði forseti að mikilvægast væri að þora að vera maður sjálfur.
Í lok heimsóknar kynntu nemendur afrakstur árlegrar vinaviku sem haldin er í skólanum og buðu forseta að undirrita vináttusáttmála skólans, sem saminn var undir merkjum Riddara kærleikans. Með sáttmálanum hafa nemendur og starfsfólk skuldbundið sig til að sýna hvert öðru virðingu og kærleika og beita sér gegn hvers kyns ofbeldi.
Sjá pistil forseta: Riddarar kærleikans í Hraunvallaskóla.