• Forseti tekur við bókagjöf frá fulltrúum SÍUNG í Gunnarshúsi. Ljósmynd: Sigtryggur Ari
  • Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, stjórnarmeðlimur SÍUNG, tekur á móti forseta við komuna í Gunnarshús. Ljósmynd: Sigtryggur Ari
  • Sigrún Eldjárn rithöfundur tekur á móti forseta við komuna í Gunnarshús. Ljósmynd: Sigtryggur Ari
  • Gunnar Helgason rithöfundur segir frá starfsemi SÍUNG í Gunnarshúsi. Ljósmynd: Sigtryggur Ari
  • Forseti fundar með SÍUNG í Gunnarshúsi. Ljósmynd: Sigtryggur Ari
  • Gunnar Helgason rithöfundur segir frá starfsemi SÍUNG í Gunnarshúsi. Ljósmynd: Sigtryggur Ari
  • Forseti fundar með SÍUNG í Gunnarshúsi. Ljósmynd: Sigtryggur Ari
Fréttir | 10. des. 2024

SÍUNG

Forseti heimsækir Gunnarshús, hús Rithöfundasambands Íslands, og á þar fund með SÍUNG, en svo nefnast Samtök íslenskra barna- og ungmennabókahöfunda. Rithöfundasambandið fagnar 50 ára afmæli á árinu og af því tilefni kynnti forseti sér starfið. Rætt var um mikilvæga íslenskra bókmennta sem skrifuð eru sérstaklega fyrir börn og ungmenni, en síðustu ár hefur embætti forseta Íslands verið velunnari barna -og ungmennahátíðarinnar Mýrarinnar sem haldin er annað hvort ár í Norræna húsinu með aðkomu SÍUNG.

Í lok heimsóknarinnar í Gunnarshús færðu fulltrúar SÍUNG forseta að gjöf kassa fullan af nýjustu barna- og ungmennabókunum sem gefnar voru út á þessu ári. Verður gjöfinni haldið til haga á Bessastöðum og bækurnar hafðar aðgengilegar börnum sem heimsækja forsetasetrið.

Sjá pistil forseta: Barnabækur á Bessastöðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar