Fréttir | 15. des. 2024

Vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju

Forseti flytur hátíðarræðu á 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju. Kirkjan var vígð þann 20. desember 1914 en fram að því áttu Hafnfirðingar kirkjusókókn að Görðum á Álftanesi. Lesa má nánar um sögu Hafnarfjarðarkirkju hér.

Haldið var upp á vígsluafmælið samhliða árlegri jólavöku við kertaljós í kirkjunni. Stundin var leidd af prestum Hafnarfjarðarkirkju og sungu þrír af fjórum kórum kirkjunnar undir stjórn Kára Þormar organista og Brynhildar Auðbjargardóttur. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar