Fréttir | 17. des. 2024

Hringsjá

Forseti flytur ávarp og afhendir verðlaun við útskrift og uppskeruhátíð nemenda hjá Hringsjá í Reykjavík. Alls útskrifuðust 19 nemendur eftir þriggja anna nám og hafa flest þeirra þegar skipulagt áframhaldandi nám eða atvinnuþátttöku.

Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing, ætluð einstaklingum 18 ára og eldri, sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi vegna slysa, veikinda, félagslegra erfiðleika eða annnarra áfalla. Endurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi í formi styttri námskeiða, matsbrautar eða einingarbæru námi með sérhæfðri ráðgjöf og stuðningi. Markmiðið er að einstaklingar fari út á vinnumarkað og/eða í áframhaldandi nám eftir endurhæfingu hjá Hringsjá. Starfsemin felst því í hjálp til sjálfshjálpar og tekur námsframboðið mið af þörfum bæði einstaklinga og atvinnulífs.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar