Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum á morgun, laugardaginn 21. desember.
Fundur fráfarandi starfsstjórnar hefst kl. 15:00. Síðari fundurinn hefst kl. 16:30 og þar mun forseti skipa nýtt ráðuneyti, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.