• Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Ljósmynd: Forsetaembættið/Sigurjón Ragnar
  • Fráfarandi starfsstjórn Bjarna Benediktssonar. Ljósmynd: Forsetaembættði/Sigurjón Ragnar
Fréttir | 21. des. 2024

Ríkisráðsfundir

Forseti stýrir tveimur fundum í ríkisráði. Á þeim voru tillögur sem staðfestar hafa verið utan ríkisráðs bornar undir forseta Íslands til endurstaðfestingar. Þar á meðal lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar fyrir hann og hans ráðuneyti, sem forseti féllst á þann 15. október, og hefur starfsstjórn hans nú látið af störfum. 

Á þeim síðari skipaði forseti nýtt ráðuneyti, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar