Forseti sendir Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, samúðarkveðju vegna voðaverks, sem framið var í Magdeburg þann 20. desember. Meira en 200 manns slösuðust þar þegar maður ók bifreið á fullri ferð á mannfjölda sem var saman kominn á jólamarkaði. Að minnsta kosti fimm viðstaddra létu lífið, þar á meðal níu ára gamalt barn.
Í bréfinu vottar forseti Þjóðverjum samúð íslensku þjóðarinnar og segir að Íslendingar séu slegnir yfir tíðindunum um slíkt voðaverk á aðventunni sem eigi að vera tími gleði og friðar, ekki síst meðal barna.