Forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Þau eru:
1. Bala Murughan Kamallakharan, frumkvöðull og framkvæmdastjóri, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskra nýsköpunarfyrirtækja.
2. Brian Pilkington myndlistarmaður, riddarakross fyrir framlag til myndskreytinga og barnabókmennta.
3. Edvarð Júlíus Sólnes, prófessor emeritus í umhverfis- og byggingarverkfræði, riddarakross fyrir brautryðjandastörf á sviði jarðskjálftavarna og umhverfisverndar.
4. Geirlaug Þorvaldsdóttir hóteleigandi, riddarakross fyrir framlag til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar.
5. Glódís Perla Viggósdóttir knattspyrnukona, riddarakross fyrir afreksárangur í knattspyrnu.
6. Íris Inga Grönfeldt íþróttafræðingur, riddarakross fyrir framlag til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð.
7. Jón Þór Hannesson, framleiðandi, hljóðmeistari og kvikmyndagerðarmaður, riddarakross fyrir brautryðjandastarf í kvikmyndagerð.
8. Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, riddarakross fyrir framlag til friðargæslustarfa og öryggismála.
9. Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf í þágu menningar- og ferðamála í heimabyggð.
10. Magnea Jóhanna Matthíasdóttir, rithöfundur og þýðandi, riddarakross fyrir framlag til þýðinga og ritstarfa.
11. Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri, riddarakross fyrir að skapa úrræði sem bætir aðgengi að stuðningi og ráðgjöf fyrir ungt fólk á Íslandi.
12. Sólveig Þorsteinsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, riddarakross fyrir brautryðjandastörf við uppbyggingu bókasafna og landsaðgengis að rafrænum gagnaveitum.
13. Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur, riddarakross fyrir framlag til plöntukynbóta í þágu landbúnaðar, skógræktar, garðyrkju og líftækniiðnaðar.
14. Þórir Hergeirsson handboltaþjálfari, riddarakross fyrir afreksferil í þjálfun og framlag til handbolta kvenna.
Einn orðuhafi, Þórir Hergeirsson, er staddur erlendis og tekur hann við orðunni við fyrsta tækifæri.
Myndasafn: Orðuveiting á nýársdag 2025.