Forseti tekur á móti afreksíþróttakonum í lyftingum. Þær Eygló Fanndal Sturludóttir lyftingakona og Sóley Margrét Jónsdóttir kraftlyftingakona unnu afrek hvor á sínu á alþjóðlegum mótum á árinu sem er að líða og eru báðar tilnefndar sem Íþróttamaður ársins 2024.
Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari í Ólympískum lyftingum 23 ára og yngri í mínus 71 kílóa flokki og sló bæði Norðurlandamet og Íslandsmet. Þá varð hún í fjórða sæti á HM fullorðinna í ólympískum lyftingum.
Sóley varð heimsmeistari í kraflyftingum með búnaði í +84 kg flokki og vann svo silfurverðlaun í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hún 710 kílóum sem er heimsmet 23 ára og yngri.
Forseti tók á móti þeim Eygló og Sóleyju ásamt aðstandendum þeirra og fulltrúum Lyftingasambands Íslands og Kraftlyftingasambands Íslands og bauð þeim til samtals í borðstofu Bessastaða. Rætt var um íþróttina, áskoranir og tækifæri í greinunum.