Forseti sendir samúðarkveðju til Choi Sang-mok, starfandi forseta Suður-Kóreu, vegna mannskæðs flugslyss sem þar varð þann 29. desember. Alls létust 179 manns þegar farþegaflugvél brotlenti við alþjóðaflugvöllinn í Muan. Í kjölfarið lýstu stjórnvöld yfir sjö daga þjóðarsorg í landinu.
Í bréfi forseta vottar hún starfandi forseta og suður-kóresku þjóðinni allri samúð og segir að hugur íslensku þjóðarinnar sé með þeim sem eigi um sárt að binda vegna slyssins.