• Ljósmynd: ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmynd: ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmynd: ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmynd: ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmynd: ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmynd: ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson
Fréttir | 04. jan. 2025

Íþróttamaður ársins

Forseti sækir hátíðarviðburð ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna og flytur þar ávarp. Afhentar voru viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ og tilkynnt um kjör ÍSÍ á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. Íþróttamaður ársins 2025 er Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona hjá Bayern München í Þýskalandi og íslenska landsliðsins. handknattleiksmaður í Magdeburg í Þýskalandi.

Í fyrsta skipti skipuðu konur þrjú efstu sætin í kjörinu, því næstar á eftir Glódísi Perlu fylgdu Eygló Fanndal Sturludóttir lyftingakona og Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingakona. Þá var Sigurbjörn Bárðarson knapi útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Þjálfari ársins var valinn Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handknattleik. Lið ársins var valið karlalið Vals í handknattleik en í öðru og þriðja sæti voru kvennnalandslið Íslands í hópfimleikum kvenna og knattspyrnu. Björg Elín Guðmundsdóttir, sem starfað hefur fyrir handknattleiksdeild Vals og Handknattleikssamband Íslands.

Athöfnin var í beinni útsendingu á ríkissjónvarpinu og má sjá upptöku hennar hér.

Forseti Íslands er verndari íþróttahreyfingarinnar. Þess má geta að forseti sæmdi þau Glódísi Perlu Viggósdóttur og Þóri Hergeirsson riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag, 1. janúar 2025 fyrir afreksárangur þeirra á sviði íþrótta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar