• Frá opinberri heimsókn Arnold Rüütel heitins, fyrrverandi forseta Eistlands, til forseta Íslands árið 2004.
Fréttir | 10. jan. 2025

Samúð til Eistlands

Forseti sendir samúðarkveðju til Alar Karis, forseta Eistlands, vegna fráfalls fyrrverandi forseta landsins, Arnold Rüütel, sem borinn verður til grafar við ríkisútför á morgun. Rüütel, sem fæddist árið 1928, var forseti lýðveldisins Eistlands á árunum 2001-2006.  

Í bréfi forseta segir að Arnold Rüütel verði minnst fyrir atbeina hans að endurheimtu sjálfstæði Eistlands undan hernámi Sovétríkjanna. Íslendingar hafi sem smáþjóð tengt sterkleika við sjálfstæðisbaráttu eistnesku þjóðarinnar og alið þá von í brjósti að Eistar gætu að nýju notið fulls frelsis meðal fullvalda þjóða.

Þá minnist forseti þess að Rüütel og eiginkona hans Ingrid komu í opinbera heimsókn til Íslands í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, árið 2004, og heimsóttu þá meðal annars hjarta lands og þjóðar á Þingvöllum.

Í bréfinu vottar forseti samúð fyrir hönd Íslendinga til aðstandenda Rüütel og eistnesku þjóðarinnar allrar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar