Fréttir | 29. jan. 2025

Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropinn

Forseti afhenti bókmenntaverðlaun við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Fyrst afhenti hún Blóðdropann - islensku glæpasagnaverðlaunin og var það Stefán Máni sem þau hlaut fyrir bókina Dauðinn einn var vitni. Þá afhenti hún Íslensku bókmenntaverðlaunin í þremur flokkum.

• Í flokki barna- og ungmennabóka hlaut þau Rán Flygenring fyrir bókina Tjörnin.
• Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis var það Guðjón Friðriksson sem hlaut verðlaunin fyrir bók sina Börn í Reykjavík.
• Í flokki skáldverka komu verðlaunin í hlut Kristínar Ómarsdóttur fyrir skáldsöguna Móðurást: Draumþing.

Sjá má lista yfir bækur sem tilnefndar voru til þessara verðlauna á vefsíðu Félags íslenskra bókaútgefenda.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar