Forseti tók þátt í fundi Félags kvenna í orkugeiranum (KÍO). Fundurinn var haldinn í tilefni af 50 ára afmæli HS orku í bráðabirgðaskrifstofum fyrirtækisins í Turninum í Kópavogi. Flutt voru fróðleg erindi um fjölbreyttar áskoranir vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Í kjölfarið tók forseti þátt í arinspjalli sem Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og staðgengill forstjóra, leiddi. Í samtalinu var meðal annars rætt um hvað mætti læra af þessari reynslu og tækifærin sem felast í einstakri reynslu Íslendinga af sjálfbærum orkumálum, ekki síst á sviði jarðvarma.
Fréttir
|
30. jan. 2025
Konur í orkumálum
Aðrar fréttir
Fréttir
|
29. jan. 2025
Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropinn
Forseti afhendir bókmenntaverðlaun.
Lesa frétt