• Ljósmynd: Arnaldur Halldórsson.
Fréttir | 30. jan. 2025

Nýsköpunarverðlaun

Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunin hlaut Valdimar Sveinsson fyrir verkefnið Lífupplýsingafræðileg greining á kælisvari frumna. Valdimar er nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið snerist um greiningu á kælisvari frumna.

Einnig hlutu viðurkenningu fimm önnur verkefni:
• Fataframleiðsla framtíðar, verkefni unnið af Írisi Lind Magnúsdóttur, nema í lyfjafræði við Háskóla Íslands.
• Þarahrat, verkefni unnið af Sólrúnu Arnarsdóttur, MA nema í Sustainable Cities frá Norman Foster Institute í London og Universidad Autonoma de Madrid, og Ísafold Kristínu Halldórsdóttur, efnaverkfræðinema við Háskóla Íslands.
• Eins og í sögu, verkefni unnið af Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Þórunni Rakel Gylfadóttur, nemum í ritlist í Háskóla Íslands.
• One man's trash is another man's treasure, verkefni unnið af Sigrúnu Emelíu Karlsdóttur, nemenda í líftækni við Háskólann á Akureyri, og Liam F O M Adams O´Malley, nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann.
• Íslandssaga skynfæra: Sjálfsbókmenntir á Ísland, verkefni unnið af Ragnhildi Björt Björnsdóttur, BA-nema í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Sjá nánar á vef Rannís.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar