• Myndir: RÚV (skjáskot).
Fréttir | 04. feb. 2025

Setning Alþingis

Forseti setur Alþingi við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu. Í ávarpi sínu ræddi forseti meðal annars hina miklu nýliðun í hópi Alþingismanna og um gildi þess að þingmenn standi saman í stórum hagsmunamálum þjóðarinnar, þingmenn séu fyrst og fremst „öll með það sameiginlega markmið að vinna þjóðinni gagn og standa vörð um hana.“ Hún vék einnig að áskorunum á alþjóðlegum vettvangi sem mæta þurfi með nýrri hugsun þar sem reyni á samstarfsvilja og framsýni en einnig frjótt ímyndunarafl: „Þingmennska er jafnvægislist sem krefst bæði virðingar fyrir formfestu og sköpunargáfu.“

Forseti nefndi einnig að Ísland njóti góðs af alþjóðlegri samvinnu og sagði eðilegt að spyrja um áhrif þess á okkur ef alþjóðalög eru virt að vettugi.

Í lok ræðu sinnar óskaði forseti Alþingi og ríkisstjórn allra heilla.

Ávarp forseta má lesa hér á íslensku og á ensku hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar