Forseti flytur ávarp og veitir nýsveinum og meisturum þeirra viðurkenningar á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Þar eru nýsveinar sem lokið hafa sveinsprófi með afburðaárangri heiðraðir og heiðursiðnaðarmaður ársins útnefndur. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari hátíðarinnar, sem er nú haldin í 19. skipti.
Á hátíðinni var 28 nýsveinum veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi síðasta árs, með brons- eða silfurverðlaunapeningi félagsins. Í ár var Jón Albert Kristinsson, bakarameistari og kökugerðarmaður veitt viðurkenningin Heiðursiðnaðarmaður félagsins 2025 fyrir vel unnin störf sín að framgangi iðnar og menntunar.