• Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson
  • Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson
  • Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson
  • Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson
Fréttir | 11. feb. 2025

Ljáðu mér vængi

Forseti heimsækir sýninguna Ljáðu mér vængi ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en sýningin er helguð ævi hennar og störfum. Sýningin er til húsa í gömlu Loftskeytastöðinni við Suðurgötu í Reykjavík og er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Vigdísarstofnunar.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tók á móti forseta og fyrrverandi forseta og sagði nokkur orð við upphaf heimsóknarinnar. Að því loknu var farið yfir sýninguna í fylgd Maríu Theodóru Ólafsdóttur, forstöðumanns Loftskeytastöðvarinnar. Í sýningunni er ljósi varpað á áhrif Vigdísar Finnbogadóttur jafnt á Íslandi sem erlendis og á þau mál sem hún hefur beitt sér fyrir, bæði sem forseti Íslands og síðar sem velgjörðarsendiherra UNESCO. 

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar