• Forseti afhendir Arion banka Menntaverðlaun atvinnulífsins.
  • Forseti afhendir fulltrúum hugbúnaðarfyrirækisins Öldu Menntasprota atvinnulífsins.
Fréttir | 11. feb. 2025

Menntadagur atvinnulífsins

Forseti afhendir Menntaverðlaun atvinnulífsins og situr fyrir svörum í arinspjalli á Menntadegi atvinnulífsins. Þetta er í tólfta sinn sem Menntadagurinn er haldinn, að þessu sinni undir yfirskriftinni „Störf á tímamótum".

Dagskráin var opnuð með arinspjalli þar sem forseti sat fyrir svörum. Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, ræddi þar við forseta um þróun menntunar í atvinnulífinu með hliðsjón af tækniframförum, breytingum á vinnumarkaði og samkeppnishæfni Íslands.

Þá tók við verðlaunaafhending þar sem forseti afhenti verðlaun í tveimur flokkum til fyrirtækja sem þykja skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Arion banki var verðlaunaður sem Menntafyrirtæki ársins og hugbúnaðarfyrirtækið Alda var útnefnt menntasprotinn 2025. 

Í umfjöllun dómnefndar vegna Menntaverðlaunanna kemur fram að Arion banki reki öflugt og metnaðarfullt fræðslukerfi sem nýtir fjölbreyttar og nýjar leiðir til að virkja kraftinn í stórum og fjölbreyttum hópi starfsfólks. Starfsfólk þróar námsefni sjálft á frumlegan hátt, fræðsluvísitala er innbyggð í fræðslustarfið og vel er haldið utan um starfsþróun innan fyrirtækisins, svo fátt eitt sé nefnt. Með verkefni eins og „Konur fjárfestum!“ tengir bankinn að auki fræðslustarfið við samfélagslega ábyrgð.

Hvað Menntasprotann varðar segir í umsögn dómnefndar að Alda sé leiðandi í nýsköpun í fræðslu og menntun og leggur sín lóð á vogarskálarnar til að efla fjölbreytileika og inngildingu með gagnadrifnum fræðslulausnum á vinnustöðum og samfélaginu í heild.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar