Fréttir | 12. feb. 2025

Norrænir laganemar

Forseti tekur á móti hópi norrænna laganema sem eru hér á landi í boði Orators, félags laganema við Háskóla Íslands.

Orator er meðlimur í Nordiska Sekretariatet sem er norrænt samstarf nemendafélaga lagadeilda við tíu háskóla á Norðurlöndum. Markmið samstarfsins er að efla samskipti og samvinnu norrænna laganema og heldur hvert nemendafélag norræna viku fyrir félaga þar sem boðið er upp á fyrirlestra, kynningar og heimsóknir í viðkomandi landi. Orator er gestgjafi norrænu vikunnar að þessu sinni og er þema heimsóknarinnar Umönnun og vernd barna þegar ofbeldi á sér stað á heimili.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar