Fréttir | 18. feb. 2025

Grænvangur

Forseti heimsækir skrifstofu Grænvangs í Grósku í Reykjavík, kynnir sér starfsemina þar og helstu verkefni vettvangsins bæði innanlands og erlendis. Þá var rætt um framtíðarsýn í grænum lausnum og um verndarahlutverk forseta.

Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir. Markmiðið er að styðja við vegferð Íslands í loftslagsmálum og sýna fram á hvernig íslenskt hugvit og lausnir geta stutt við loftslagsvegferðina á heimsvísu. Forseti Íslands hefur tekið að sér að gerast verndari Grænvangs og var tilkynnt um það á dansk-íslensku viðskiptaþingi í ríkisheimsókn forseta til Danmerkur haustið 2024, en Grænvangur er stofnaður að danskri fyrirmynd.

Sigurður Hannesson, formaður Grænvangs, Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs og Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, tóku á móti forseta í Grósku. Fundinn sátu einnig Hans Orri Kristjánsson, verkefnastjóri innlends samstarfs og Viktoría Alfreðsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar