• Skrifstofa forseta Íslands að Staðastað, Sóleyjargötu 1 í Reykjavík.
Fréttir | 18. feb. 2025

Svar við bréfi umboðsmanns

Skrifstofa forseta Íslands hefur sent umboðsmanni Alþingis bréf þar sem brugðist er við ósk eftir upplýsingum um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forseta, svo sem hvaða reglur gilda um meðferð beiðna um upplýsingar um dagskrá forseta.

Í bréfinu kemur fram að skrifstofa forseta Íslands leitast við að gera upplýsingar um opinbera dagskrá forseta aðgengilegar í samræmi við reglur og markmið upplýsingalaga, að teknu tilliti til sjónarmiða um öryggi, persónuvernd og samskipti við önnur ríki. Fyrirkomulag upplýsingagjafar embættisins er rakið í bréfinu, og áhersla embættisins á góð samskipti við fjölmiðla og almenning útskýrð.

Bréf forsetaritara til umboðsmanns Alþingis.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar