Forseti á fund með fulltrúum skátahreyfingarinnar, Hörpu Ósk Valgeirsdóttur skátahöfðingja og Ragnari Þór Þrastarsyni framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta. Rætt var um náið samband forsetaembættisins og skátahreyfingarinnar allt frá lýðveldisstofnun og um framhald á því samstarfi í embættistíð núverandi forseta.
Forseti Íslands hefur verið verndari skátahreyfingarinnar frá 50 ára afmæli skátastarfs á Íslandi árið 1961. Samstarfið hefur meðal annars átt sinn fasta sess með afhendingu forsetamerkisins á Bessastöðum á ári hverju en þar afhendir forseti heiðursmerki til 18-19 ára ungmenna sem hafa til þriggja ára sett sér markmið um að efla sig sjálf en á sama tíma efla samfélagið með sjálfboðalistastarfi.
Fram kom á fundinum að skátahreyfingin hefur á síðustu árum náð að byggja upp þátttöku ungmenna innan sinna raða í þátttöku lýðræðislegra ákvarðanna og sett i lög að í öllum ákvörðunareiningum séu fulltrúar ungmenna. Á síðasta aðalfundi hreyfingarinnar, Skátaþingi vorsins 2024, voru yfir 70% þátttakenda undir 30 ára aldri og voru 65% atkvæða í höndum skáta á aldrinum 13-25 ára. Á fundinum var rætt um möguleika á samstarfi fleiri æskulýðssamtaka um að koma á verkefnum á landsvísu þar sem ungmenni fái stuðning og fræðslu til áhrifa á samfélagið.