Forseti tekur á móti einstökum börnum og aðstandendum þeirra á Alþjóðadegi sjaldgæfra sjúkdóma, sem haldinn er árlega 28. febrúar. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 800 fjölskyldur í félaginu.