Fréttir | 06. mars 2025

Samband íslenskra myndlistarmanna

Forseti á fund með fulltrúum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Undir regnhlíf SÍM eru sjö fagfélög myndlistarmanna á Íslandi. Sambandið var stofnað sem hagsmunafélag árið 1982 og er með um 950 félagsmenn.

Til fundarins komu Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri SÍM, Lísa Björg Attensperger skrifstofustjóri og Anna Eyjólfsdóttir, formaður SÍM. Rætt var um málefni myndlistarmanna og starf félagsins kynnt fyrir forseta. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar