Fréttir | 20. mars 2025

Alþjóðlegi hamingjudagurinn

Forseti tekur þátt í málþingi í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum 2025, sem fram fór í hátíðarsal Háskóla Íslands með yfirskriftinni Kærleikur og samkennd - mikilvægi félagslegra tengsla fyrir hamingju og velsæld. Að málþinginu stóðu embætti landlæknis, félag sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Endurmenntun HÍ.

María Heimsdóttir landlæknir flutti opnunarávarp en að því loknu tók forseti þátt í arinspjalli við Dr. Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur um hamingju, samkennd og Riddara kærleikans.

Fundarstjóri var Elín Hirst. Málþingið var í beinu streymi og má sjá upptöku frá því hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar