Forsetahjón heimsækja leikskólann Laufásborg í Reykjavík í tilefni alþjóðlega hamingjudagsins. Börnin óskuðu eftir heimsókn forseta til að færa henni gjöf sem þau höfðu föndrað í tilefni dagsins.
Kærleiksgjöfin er samstarfsverkefni barnanna og Haraldar Jónssonar listamanns. Börnin vatnslituðu og Haraldur skrifaði kjarnasetningar Laufásborgar á myndirnar þeirra. Ein af kjarnasetningunum er „Kærleikurinn er besti leikurinn" og þótti hún eiga sérstaklega vel við forseta og ákall hennar til þjóðarinnar um að gerast riddarar kærleikans.