• Fulltrúar Downs-félagsins heimsækja forsetahjón á Alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Fulltrúar Downs-félagsins heimsækja forsetahjón á Alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Fulltrúar Downs-félagsins heimsækja forsetahjón á Alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Fulltrúar Downs-félagsins heimsækja forsetahjón á Alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Fulltrúar Downs-félagsins heimsækja forsetahjón á Alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Fulltrúar Downs-félagsins heimsækja forsetahjón á Alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Listakonurnar Arna Dís Ólafsdóttir og Lóaboratorium (Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir) hönnuðu ósamstæða sokka í tilefni af Alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una SighvatsdóttirLjósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Listakonurnar Arna Dís Ólafsdóttir og Lóaboratorium (Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir) hönnuðu ósamstæða sokka í tilefni af Alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Fulltrúar Downs-félagsins færa forsetahjónum mislita sokka á Alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Fulltrúar Downs-félagsins heimsækja forsetahjón á Alþjóðlega Downs-deginum. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
Fréttir | 21. mars 2025

Downs-dagurinn

Forsetahjón taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs-heilkennið sem færa þeim mislita sokka á alþjóðadegi Downs heilkennisins þann 21. mars. Dagsetningin er táknræn og vísar til þess að Downs heilkennið orsakast af aukalitningi í litningapari 21. 

Markmið dagsins er að vekja jákvæða athygli á einstaklingum með Downs heilkenni og hvetja til virkrar þátttöku þeirra í samfélaginu. Hefð er fyrir því að klæðast mislitum sokkum á þessum degi til að fagna fjölbreytileikanum.

Listamennirnir Arna Dís Ólafsdóttir & Lóaboratorium (Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir) hönnuðu í sameiningu ósamstætt sokkapar í tilefni dagsins, en í ár eru „sokkarnir” prentaðir á bolla, á töskur og á boli. Einnig voru útbúin tattú með sokkunum. Varningurinn er seldur til styrktar Félagi áhugafólks um Downs-heilkennið.

Myndasafn frá heimsókn Downs-félagsins á Bessastaði.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar