Forsetahjón heimsækja Tæknisetur og kynna sér starfsemi rannsóknarstofnunarinnar og þeirra 32 nýsköpunarfyrirtækja sem þar starfa.
Tæknisetur er fyrirtæki sem býður upp á sérfræðiþekkingu og sérhæfða aðstöðu, tæki og búnað með það markmið að brúa bilið milli rannsóknarsamfélags og atvinnulífs.
Guðbjörg Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Tækniseturs kynnti starfsemina, starfsaðstöðu og sérfræðinga á mörgum tæknisviðum. Forsetahjón skoðuðu rannsóknarstofu Tækniseturs þar sem fyrirtækið Arctus Aluminium framleiðir hágæða ál með óvirkum rafskautum sem ekki losar koltvísýring.