• Forseti ávarpar gesti Eddunnar.
  • Forseti afhendir Uppgötvun ársins til Gunnar Martinsdóttur Schlüter
  • Hjónin Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hljóta heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar
  • Forsetahjón á Eddunni
  • Forsetahjón ásamt Antoni Mána Svanssyni, formanni Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunnar og eiginkonu hans
Fréttir | 26. mars 2025

Edduverðlaunin

Forsetahjón sækja Edduna, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA). Forseti afhenti verðlaun fyrir Uppgötvun ársins og heiðursverðlaun. Uppgötvun ársins fékk Gunnur Martinsdóttir Schlüter en þau verðlaun fær einstaklingur sem ekki hefur hlotið tilnefningu áður í viðkomandi fagverðlaunaflokki en hefur vakið sérstaka athygli fyrir framúrskarandi framlag á árinu. Heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hlutu hjónin Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir fyrir þeirra afar merka, fjölbreytta og mikilvæga framlag til íslenskrar kvikmyndalistar.

Um þessi og önnur verðlaun sem veitt voru má fræðast hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar