Forsetahjón sækja Edduna, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA). Forseti afhenti verðlaun fyrir Uppgötvun ársins og heiðursverðlaun. Uppgötvun ársins fékk Gunnur Martinsdóttir Schlüter en þau verðlaun fær einstaklingur sem ekki hefur hlotið tilnefningu áður í viðkomandi fagverðlaunaflokki en hefur vakið sérstaka athygli fyrir framúrskarandi framlag á árinu. Heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hlutu hjónin Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir fyrir þeirra afar merka, fjölbreytta og mikilvæga framlag til íslenskrar kvikmyndalistar.
Um þessi og önnur verðlaun sem veitt voru má fræðast hér.