Forseti tekur á móti forseta Walesþings, Elin Jones, ásamt sendinefnd á Bessastöðum í tilefni af vinnuheimsókn forseta Walesþings til Íslands.
Sendinefndina skipuðu Russell George MS, formaður heilbrigðis- og félagsmálanefndar, Llyr Gruffydd MS, formaður loftslags-, umhverfis- og innviðanefndar og Gwion Evans, aðalráðgjafi þingforseta.