Forseti efnir til umræðufundar á Bessastöðum með karlmönnum á ýmsum aldri og úr ólíkum hópum samfélagsins. Rætt var um andlega líðan ungmenna í samfélagi nútímans og mögulegar leiðir til að ráðast að rót vandans og hafa áhrif til góðs í þeim málaflokki. Sérstaklega var horft til stöðu ungra karla.
Umræðufundurinn var haldinn í formi kærleikshrings og undir merkjum riddara kærleikans, en það er hreyfing sem fór af stað eftir að forseti efndi til sambærilegs umræðufundar á Bessastöðum í september 2024. Kveikjan að þeim fundi var ákall aðstandenda Bryndísar Klöru Birgisdóttur um að heiðra minningu hennar með því að gera kærleikann að eina vopninu í íslensku samfélagi.
Forseti hefur kallað eftir því að þjóðin sameinist í átaki um að ráðast saman að rótum vandans.