Forseti heimsækir Grænuhlíð fjölskyldumiðstöð í Reykjavík og kynnir sér starfsemina. Anna María Jónsdóttir, geðlæknir tók á móti forseta ásamt fulltrúum úr teymi Grænuhlíðar. Forseti fékk kynningu á teymi, hugmyndafræði og meðferðarvinnu Grænuhlíðar auk þess sem umræður áttu sér stað um geðheilbrigðismál í víðum skilningi.
Grænahlíð er sérhæft fjölskyldumiðað geðheilbrigðisúrræði fyrir börn og ungmenni á aldrinum 0 til 25 ára og fjölskyldur þeirra. Í Grænuhlíð starfar þverfaglegt teymi sérfræðinga sem veitir snemmtæka áfallamiðaða meðferð með áherslu á tengslaeflingu barna og foreldra. Grænahlíð hefur verið starfrækt frá byrjun árs 2023.