Forsetahjón sækja Skrúfudaginn, árlegan kynningardag nemenda í Véltækni- og Skipstjórnarskóla Tækniskólans við Háteigsveg í Reykjavík. Forseti setti daginn með stuttu ávarpi. Forsetahjón fengu skoðunarferð um skólann þar sem þeim gafst færi á að kynna sér nám og störf nemenda undir leiðsögn nemenda, stjórnenda og skólameistara.
Skrúfudagurinn var fyrst haldinn árið 1962.