Forsetahjón taka á móti fyrsta eintakinu af Rauðu fjöðrinni, barmnælu sem Lions-klúbbar á Íslandi selja og rennur allur ágóði til góðgerðarstarfa. Í ár verður afrakstrinum varið til að efla starf Píeta-samtakanna.
Landssöfnunin hefst 31. mars og Lionsfélagar selja Rauðu fjöðrina dagana 3. - 6 apríl. Einnig verður hægt að kaupa hana á netinu og fá senda heim, sjá hér.
Rauða fjöðrin hefur verið seld til styrktar góðum málefnum á Íslandi frá árinu 1972. Fyrst um sinn var landssöfnunin haldin á fimm ára fresti en var nú síðast fyrir þremur árum. Þær Geirþrúður Fanney Bogadóttir, Inga Lóa Steinarsdóttir, Margrét, Ellen Calmon og Guðrún Birna le Sage afhentu forseta og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar fyrsta eintakið.