Fréttir | 10. apr. 2025

Þjálfun fyrir úkraínska hermenn

Forsetahjón og Hákon krónprins Noregs heimsækja heimavarnardeild norska hersins, HV-12, í Værnes í Þrándheimi. Þar býðst úkraínskum ​​hermönnum öflug þjálfun og menntun frá norskum heimavarnarhermönnum sem hluti af svo kallaðri Gungne-aðgerð sem sett var á laggirnar í apríl 2023.

Heimsóknin var liður í dagskrá ríkisheimsóknar forseta til Noregs, sem endaði á þriðja degi í Þrándheimi.

Gestirnir fengu kynningu á verkefninu og áherslum norska hersins á áfallahjálp og bætta geðheilsu hermanna. Þá var þeim veitt dæmi um þá þjálfun sem hermönnum býðst í fyrstu hjálp og neyðaraðstoð í stríðsátökum, með sérstaka hliðsjón af aðstæðum í Úkraínu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar