Forseti afhendir Ásgeirsbikarinn í Laugardalslaug. Bikarinn er nefndur í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta Íslands 1952-1968, en hann var mikill sundáhugamaður og sótti gömlu laugarnar í Laugardal reglulega í sinni forsetatíð. Ásgeirsbikarinn er farandgripur, sem veittur er árlega fyrir besta afrek á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug, á vegum Sundsambands Íslands, samkvæmt stigatöflu FINA.
Að þessu sinni hreppti bikarinn Snorri Dagur Einarsson, Sundfélagi Hafnarfjarðar, fyrir 100 metra bringusund á 1:00,67 sem gefur 824 stig.